Ljósmynd. HHÓ.
Rafíþróttamenn MTR sigruðu alla sína leiki í fyrstu umferð Framhaldsskólaleikanna í rafíþróttum sem fram fór í gær. Keppt var í þremur tölvuleikjum; CS:GO, Rocket League og FIFA 22.
Keppendir í CS:GO voru Andri, Björn, Hafsteinn, Jón Grétar og Ragnar Óli. Keppendur í Rocket League voru Viktor Már, Frímann Geir og Ragnar Óli og í FIFA 22 kepptu Lárus Ingi og Einar Ingi.
Skólinn hefur lagt aukna áherslu á rafíþróttir og tölvuleiki að undanförnu. Þannig var á síðustu önn kenndur áfangi í rafíþróttum þar sem sjónum var m.a. beint að hreyfingu og mataræði. Á þessari önn eru nemendur við nám í rafíþróttum, tölvuleikjafræði, leikjahönnun og myndlist í tölvuleikjum. Það eru mikil sóknarfæri í tölvuleikjaheiminum og því mikilvægt að mennta fólk til starfa í þessari grein og það ætlar Menntaskólinn á Tröllaskaga sér að gera.