Sápuboltavöllur

Skólinn festi í sumar kaup á sápuboltavelli og hefur hann þegar sannaði gildi sitt sem leik- og skemmtitæki. Sápuboltamót var haldið 15. júlí og tókst með miklum ágætum, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þeir sem skipulögðu mótið og sáu um það að öllu leyti eru flestir gamlir nemendur skólans. Þátttakendur voru líka flestir núverandi eða fyrrverandi nemendur. Hópurinn sem skipulagði mótið hefur tekið að sér að gæta vallarins og sjá um uppsetningu í samstarfi við íþróttakennarana. Hugmyndin er að völlurinn nýtist til að auðga líf nemenda í MTR og Grunnskóla Fjallabyggðar með sameiginlegum viðburðum. Næsta mót gæti orðið síðar í þessum mánuði eða fyrri hluta septembermánaðar.