Samnor mynd GK
Áhugi og eindrægni einkenndi samverustundir kennara og annars starfsfólks framhaldsskólanna sex á SAMNOR-deginum. Haldnar voru hátt í fjörutíu málstofur þar sem viðfangsefnin voru afar fjölbreytt, allt frá breytingum á heildarskipulagi námsumhverfis og hönnun á nýjum áföngum á borð við hamfarahlýnun yfir í sýndarveruleika og notkun á ýmsum forritum. Líka var fjallað um fjarkennslu í íþróttum, lokaverkefni vélstjóra, núvitundarfræðslu, erlent samstarf og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Nokkrir gestir nýttu boð um sjósund í Ólafsfirði og aðrir heimsóttu Skiltagerð Norðurlands og fleiri fyrirtæki í bænum. Í lok dags fóru fram fagfundir kennara einstakra námsgreina sem báru saman bækur, deildu reynslu og lærðu hver af öðrum. Þá höfðu stjórnendur skólanna einnig tækifæri til að ræða saman. Í heild einkenndi ánægja og gleði þessar samverustundir starfsmanna framhaldsskólanna á Norðurlandi. Myndir