Jóna Vilhelmína mynd GK
Menntaskólinn hefur tekið upp rafrænt skjalavörslukerfi og Þjóðskjalasafn hefur samþykkt það. Þetta þýðir að öllum gögnum úr starfi skólans sem skylt er að halda til haga með þessum hætti má skila rafrænt. Með þessu uppfyllir skólinn lagalegar skyldur sínar. Jafnframt spara rafræn skil alla prentun á pappír. Skólinn varðveitir gríðarlegt magn gagna á rafrænu formi en ef ekki er heimild til rafrænna skila þarf að prenta þetta allt út og skila til Þjóðskjalasafns á pappír. Nýja fyrirkomulagið sparar líka mikla vinnu og það kemur sér vel í fámennri stofnun.