Rafíþróttalið mynd Hanna Valdís
FRÍS kallast rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla og er hún nú haldin í fimmta sinn. Flest árin hafa 14 skólar tekið þátt í mótinu og svo er einnig nú. MTR hefur verið með frá upphafi og í fyrra komst lið skólans í 8 liða úrslit og keppti þar með í beinni útsendingu á sjónvarpsrásinni Stöð 2 eSport.
Mótið í ár hófst þann 20. janúar sl. og er keppt í þremur tölvuleikjum, Counter Strike 2, Rocket League og Fortnite. Lið MTR skipa sex drengir og tvær stúlkur og hafa þau flest tekið áfanga í rafíþróttum við skólann undanfarnar annir. Þau hafa mætt liðum frá Fjölbrautaskólum Garðabæjar og Snæfellinga síðustu vikur en biðu ósigur í báðum viðureignum. Að sjálfsögðu er stefnt á sigur í næstu viðureign.