Við tökum geðræktardaginn snemma og höldum upp á hann á morgun, miðvikudag, í Tjarnarborg.
Kristján M. Magnússon, sálfræðingur skólans flytur fyrirlestur og kennararnir Ida Semey og Vera Sólveig Ólafsdóttir halda erindi. Tónlist milli talmálsliða léttir lundina. Dagskráin er hluti af verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli en þema skólaársins er geðrækt. Í því er lögð áhersla á að bæta líðan nemenda og starfsmanna. Samkoman hefst klukkan 11:00.
Við tökum geðræktardaginn snemma og höldum upp á hann á morgun, miðvikudag, í Tjarnarborg. Kristján M. Magnússon,
sálfræðingur skólans flytur fyrirlestur og kennararnir Ida Semey og Vera Sólveig Ólafsdóttir halda erindi. Tónlist milli talmálsliða
léttir lundina. Dagskráin er hluti af verkefninu „heilsueflandi framhaldsskóli“ en þema skólaársins er geðrækt. Í
því er lögð áhersla á að bæta líðan nemenda og starfsmanna. Samkoman hefst klukkan 11:00.
Alþjóðlegi geðræktardagurinn er haldinn hátíðlegur 10. október ár hvert. Fyrir tveimur árum helgaði Geðhjálp daginn
þunglyndi. Landlæknisembættið er faglegur ráðgjafi stjórnvalda um geðrækt. Á vef embættisins er margt áhugavert um
geðrækt sem hægt er að kynna sér hér: http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/gedraekt/