Póstkort
Nemendum í MTR eru farin að berast póstkort frá Singapúr sem svör við kortum sem þeir sendu þangað fyrr í vetur. Athyglisvert er að bera saman ólíkan stíl póstkorta hér á landi og austur þar. MTR-ingarnir notuðu mest landslag og mat á sín póstkort. Að austan koma hins vegar póstkort með stórum, nýtískulegum byggingum og fólki.
Nemendum í MTR eru farin að berast póstkort frá Singapúr sem svör við kortum sem þeir sendu þangað fyrr í vetur. Athyglisvert er að bera saman ólíkan stíl póstkorta hér á landi og austur þar. MTR-ingarnir notuðu mest landslag og mat á sín póstkort. Að austan koma hins vegar póstkort með stórum, nýtískulegum byggingum og fólki.
Póstkortin sýna í rauninni tvö gerólík samfélög í ólíkum löndum. Singapúr er borgríki, þar er lítið pláss og byggingar því gjarnan margar hæðir. Fólk er margt og býr þröngt. Hér á landi er hins vegar fátt fólk og byggðin dreifð um stórt land. Byggingar eru því gjarnan lágar og fínt þykir að sýna náttúruna á myndum en hvorki hús né fólk. Sumir segja að víðernin séu það allra flottasta á Íslandi.
Póstkortaverkefnið er samstarfsverkefni nemenda í fjórum áföngum MTR við listamenn sem dvöldu í Listhúsinu í Ólafsfirði eftir áramótin og unnu að Skammdegishátíð 2016. Meðan á hátíðinni stóð voru póstkort MTR-nema til sýnis í Arion-banka í Ólafsfirði (sem er líka pósthús). Þessi kort og kortin sem samstarfsnemar í Singapúr bjuggu til verða sýnd á listahátíð þar í landi í júní. Myndir