Óvenjuleg samþætting

Spænska/Tónlist mynd GK
Spænska/Tónlist mynd GK
Það er ekki alvanalegt að samþætta nám í tungumálum og tónlist en Ida Semey spænskukennari og Guido Thomas tónlistarkennari reyndu það í morgun. Notað var lagið Bésame mucho, spilað myndband þar sem textinn var skráður og nemendur slógu taktinn með trommum og hristum og sungu með.

Það er ekki alvanalegt að samþætta nám í tungumálum og tónlist en Ida Semey spænskukennari og Guido Thomas tónlistarkennari reyndu það í morgun. Notað var lagið Bésame mucho, spilað myndband þar sem textinn var skráður og nemendur slógu taktinn með trommum og hristum og sungu með. Bésame mucho eitt þekktasta bolerolag sögunnar eftir Consuelo Velázquez, grípandi lag með seiðandi takti, eitt þeirra laga sem oftast hafa verið bljóðrituð. Þetta var teymisvinna hjá kennurunum tveimur með nemendum og tókst vel. Guido Thomas er í kennsluréttindanámi og Ida Semey er leiðsagnarkennari hans á vettvangi. Samþættingin í morgun tókst svo vel að nemendurnir óskuðu eftir að taka þátt í fleiri slíkum tilraunum.