Sigríður Vigfúsdóttir mynd HF
Þeir sem stofnuðu líftæknifyrirtækið Prímex á Siglufirði árið 1997 hafa tæplega búist við því að það ætti eftir að selja framleiðslu sína eigendum allt of feitra gæludýra. En það er raunin. Í um það bil hálft ár hefur verið í boði í Bandaríkjunum framleiðsluvara sem á að gera eigendum dýranna fært að megra þau án þess að minnka fæðuskammtinn.
Þeir sem stofnuðu líftæknifyrirtækið Prímex á Siglufirði árið 1997 hafa tæplega búist
við því að það ætti eftir að selja framleiðslu sína eigendum allt of feitra gæludýra. En það er raunin. Í um
það bil hálft ár hefur verið í boði í Bandaríkjunum framleiðsluvara sem á að gera eigendum dýranna fært að megra
þau án þess að minnka fæðuskammtinn.
Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Prímex sagði nemendum í
Tröllaskagaáfanga að þessi markaður fyrir megrunarvörur handa dýrum í Bandaríkjunum væri stór og vaxandi. Helstu vöruflokkar
Prímex eru fæðubótarefni, sáravörur og efni í snyrtivörur. Nánast öll framleiðslan er seld til útlanda. Um 43% af
framleiðslunni á síðasta ári fór til Bandaríkjanna. Megrunarvörur gæludýra eru ekki með í þeirri tölu
því útflutningur þeirra hófst ekki fyrr en á þessu ári. Tæplega þrjátíu prósent fóru til Asíu
í fyrra og svipað hlutfall til Evrópuríkja. Sá markaður sem er í örustum vexti um þessar mundir er í Asíu, einkum í Japan og
Kóreu.