Öðruvísi nýnemadagur

Smalað mynd LS
Smalað mynd LS
Könnun hefur leitt í ljós að kindur eru vinsælustu gæludýr nemenda í MTR. Það er því við hæfi að taka þátt í smölun og fjárrekstri með frístundabændum í Ólafsfirði á nýnemadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Féð var rekið gegn um bæinn til réttar undir styrkri stjórn Jóns Konráðssonar, gangnaforingja.

Könnun hefur leitt í ljós að kindur eru vinsælustu gæludýr nemenda í MTR. Það er því við hæfi að taka þátt í smölun og fjárrekstri með frístundabændum í Ólafsfirði á nýnemadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Féð var rekið gegn um bæinn til réttar undir styrkri stjórn Jóns Konráðssonar, gangnaforingja.

Féð var rekið eftir Ægisgötu og Aðalgötu gegn um bæinn og í réttina við munna Héðinsfjarðarganga. Reksturinn gekk vel. Margir íbúar komu út úr húsum sínum og fylgdust með rekstrinum enda ekki á hverjum degi sem götur Ólafsfjarðar fyllast af fé. Nemendur sýndu einurð í fyrirstöðunni og sumir áttu góða spretti á eftir lömbum sem reyndu að sleppa.

Frumkvæði – sköpun og áræði eru einkunnarorð skólans. Í þessu getur meðal annars falist að þora að vera öðruvísi og hafa aðrar hefðir en ríkja í framhaldsskólum annars staðar á landinu. Busun nýnema tíðkast ekki Menntaskólanum á Tröllaskaga en smölun og rekstur kemur í staðinn. Síðdegis býður nemendafélagið öllum upp á pizzu og í kvöld verður haldið partý í sundlauginni. MYNDIR