Nýsköpunarstyrkur

mynd www.ici-colo.ro
mynd www.ici-colo.ro
Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur fengið Erasmus+ styrk til að efla og þróa færni í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Upphæðin er jafnvirði liðlega þriggja milljóna króna og á að duga fyrir ferð tugs starfsmanna á ráðstefnu í Rúmeníu í haust. Umsókn skólans fékk 78 stig af 100 mögulegum hjá óháðri úthlutunarnefnd Erasmusáætlunarinnar.

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur fengið Erasmus+ styrk til að efla og þróa færni í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Upphæðin er jafnvirði liðlega þriggja milljóna króna og á að duga fyrir ferð tugs starfsmanna á ráðstefnu í Rúmeníu í haust. Umsókn skólans fékk 78 stig af 100 mögulegum hjá óháðri úthlutunarnefnd Erasmusáætlunarinnar.
Samstarfsaðili okkar í verkefninu "New horizons" er háskólinn "Alexandra Ioan Cuza" í Iasi í Rúmeníu. Háskólinn er í EcoMedia samtökunum sem eru evrópsk regnhlífarsamtök fyrir stofnanir sem vinna á nýstárlegan hátt í skólum þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun upplýsingatækni. Ráðstefnan verður haldin í Iasi og ber titilinn „Innovative strategies in educational activities”.