Elfa mynd GK
Nýr hjúkrunarfræðingur hefur tekið við þjónustu heilsugæslunnar við nemendur MTR. Í síðustu viku kom hún í skólann til að kynna sig og þá þjónustu sem er í boði. Gaman er að segja frá því að þessi nýi hjúkrunarfræðingur er stúdent frá MTR, Elfa Sif Kristjánsdóttir, sem nýlega lauk námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Þjónustan er á formi einstaklingsmiðaðrar ráðgjafar og áherslan er á vegvísi um heilbrigðiskerfið. Verður boðið upp á fræðslu og ráðgjöf við vægum vanda, s.s. tengdum geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði. Þjónustan er til að auka geðheilbrigðisþjónustu við framhaldsskólanema og er viðbót við þá stuðningsþjónustu sem nú þegar er til boða í skólanum og er nemendum og skólum að kostnaðarlausu.
Viðvera hjúkrunarfræðings skólans er á heilsugæslunni á Ólafsfirði þriðjudaga kl: 13-14 og hægt er að panta viðtal í síma 8554563 á þeim tíma . Nemendur geta haft samband utan þess tíma í tölvupósti elfa.sif.kristjansdottir@hsn.is. Einnig er vakin athygli á því að nemendur hafa aðgang að Heilbrigðisstofnuninni í Fjallabyggð á Hornbrekku á opnunartíma og hægt er að panta tíma hjá lækni alla virka daga í síma 4324350.