Sápuboltamót mynd Gk
Nemendur MTR og gestir úr Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóla brugðu á leik og skemmtu sér saman í gær. Sápubolti var leikinn af kappi og sýndu margir góða takta eins og myndirnar sem fylgja fréttinni sýna. Húlladúllan var mætt og hvatti nemendur til að prófa ýmislegt dót sem tilheyrir sirkuslistum. Þetta þótti mörgum spennandi. Einhverjir brugðu sér í sund en aðrir spiluðu hlutverkaspil. Grillmeistari var Björg Traustadóttir og sporðrenndu heimamenn og gestir þeirra um 180 pylsum. Ekki er gefið upp hvort þetta voru hefðbundnar pylsur með kjöti eða grænmetispylsur sem sagðar eru njóta vinsælda í höfuðstaðnum um þessar mundir. Myndir