Menntaleikar mynd GK
Hafið er tilraunaverkefni um leikjavæðingu í kennslu í báðum enskuáföngum skólans sem kenndir eru á önninni. Það gengur undir nafninu „menntaleikarnir.“ Leikjavæðing (gamification) gengur út á að nota aðferðir leikja, sér í lagi tölvuleikja, til að hvetja nemendur áfram í námi. Tilraunin felst í því að nemendur geta unnið sér inn stig með því að vera virkir í námi sínu. Stigin geta þeir svo notað til ýmiskonar „galdra“ - til dæmis til að vekja gömul verkefni upp frá dauðum og vinna þau betur. Nemendur geta náð sér í fleiri stig á ýmsa vegu, til dæmis með því að halda spurningaleiki í tímum eða benda á villur kennara. Helsta markmið þeirra allra duglegustu er hinsvegar að ná nógu mörgum stigum til að fremja kraftmesta galdurinn. Það er að koma með búning og farða fyrir kennarann, Tryggva Hrólfsson, skreyta hann vandlega og taka mynd af sér með honum þannig til reika.