Göngur 2017
Nemendur í áfanganum „Sveitin mín“ skelltu sér í göngur á föstudag. Flestir gengu í Ólafsfirði en tveir í Flókadal og Siglufirði. Það er hluti af námsefni í áfanganum að læra að smala fé og taka þátt í fleiri störfum í sveitinni. Þátttaka í göngum reynir á líkamlegan þrótt, að geta lesið í landið og einnig að geta fylgt ákveðnu skipulagi við verk sem margir koma að. Allir nemendur voru skráðir fullgildir gangnamenn hjá einstökum bændum, flestir hjá Sveinbirni á Kálfsá enda er hann fjárflestur. Framlag nemenda til smölunar að þessu sinn var verulegt og báru bændur lof á dugnað þeirra og úthald. Myndir