Útidanska hópmynd
Landslag í Mývatnssveit, ekki síst tökustaðurinn hjá Fast 8, vakti mesta athygli dönsku gestanna úr Fjordvang ungdomsskole, í ferð til Mývatns á miðvikudag. Hópurinn gekk um Skútustaðagíga og Dimmuborgir, heimsótti Fuglasafn Sigurgeirs, Hverarönd og Jarðböðin. Einhverjir í hópnum eru að læra um fugla sem þátt í að öðlast skotvopnaleyfi og voru þeir áhugasamir að skoða safnið.
Landslag í Mývatnssveit, ekki síst tökustaðurinn hjá Fast 8, vakti mesta athygli dönsku gestanna úr Fjordvang ungdomsskole, í ferð til Mývatns á miðvikudag. Hópurinn gekk um Skútustaðagíga og Dimmuborgir, heimsótti Fuglasafn Sigurgeirs, Hverarönd og Jarðböðin. Einhverjir í hópnum eru að læra um fugla sem þátt í að öðlast skotvopnaleyfi og voru þeir áhugasamir að skoða safnið.
Hveralyktin þótti hins vegar ekki góð og sumir stukku strax inn í bíl aftur þegar stoppað var við Hveraröndina. Ekki treystu sér heldur allir til að taka sér bað í lóni Jarðbaðanna.
Ferð með Artic Freeride á Múlakollu var síðasta atriði heimsóknarinnar og má segja að gestirnir hefðu ekki getað fengið betra veður á þeim stað. Einnig fengu þeir að upplifa að vera farþegar á vélsleða hjá Amazing Mountains og sumir fóru á hestbak. Í heild má segja að heimsóknin hafi heppnast ótrúlega vel. Gestirnir fóru glaðir heim með góðar minningar. Þeir færðu nemendum MTR táknræna gjöf frá Fjordvang umgdomsskole að skilnaði. Myndir