Myndbönd um merkisdaga

Klippt úr myndbandi
Klippt úr myndbandi
Í íslenskuáfanga um þjóðhætti og þjóðtrú hafa nemendur gert nokkur mjög skemmtileg myndbönd á önninni. Þau fjalla um ýmsa hátíðs- og baráttudaga. Í myndbandi um 1. apríl voru sviðsett aprílgöbb og tókst vel til. Í tilefni baráttudagsins 1. maí voru búin til spjöld með kröfum um bættan aðbúnað í skólanum, svo sem mötuneyti.

Í íslenskuáfanga um þjóðhætti og þjóðtrú hafa nemendur gert nokkur mjög skemmtileg myndbönd á önninni. Þau fjalla um ýmsa hátíðs- og baráttudaga. Í myndbandi um 1. apríl voru sviðsett aprílgöbb og tókst vel til. Í tilefni baráttudagsins 1. maí voru búin til spjöld með kröfum um bættan aðbúnað í skólanum, svo sem mötuneyti.
Þegar kom að því að fjalla um sumardaginn fyrsta voru nemendur svo heppnir að það snjóaði dagana á undan þannig að þeir gerðu snjókarl og fylgdust svo með því hvernig sólin og sumarið unnu á honum. Nemendurnir sem gerðu myndböndin eru sex, allir á starfsbraut og í hópnum eru tveir sem brautskrást frá skólanum í vor.

Hér er myndbandið um 1. apríl
Hér er myndband um 1. maí
Hér er myndband um sumardaginn fyrsta.