MTR-list mynd GK
Nemendur og kennarar MTR eiga listaverk á tveimur sýningum sem opnar eru Monterey og Santa Cruz í Kaliforníu. Skólinn er í samstarfi við Monterey Peninsula College (MPC) um verkefni sem kallast „Shared Seas“ og fjallar um að við deilum hafinu. Sýningarnar eru haldnar til að heiðra þetta menningarsamstarf tveggja sjávarþorpa sem staðið hefur í tvö ár. Þar gefur að líta verk eftir nemendur og starfsmenn skólanna tveggja. Sýningar eru í Radius Gallery, þar sem sýningarstjórn er í höndum Robynn Smith og Margaret Niven og í Monterey Peninsula College Gallery, undir stjórn Melissu Pickford.
Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunum eru Margaret Niven, Linda Craighead, Jamie Dagdigian, Claire Thorson, Bergþór Morthens, Lára Stefánsdóttir, Alkistis Terzi, Karólína Baldvinsdóttir, Robynn Smith, Páll Helgi Baldvinsson, Anna Þórisdóttir, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir og Telma Róbertsdóttir. Einnig eru sýnd tvö verk sem voru unnin í samstarfi fjölmargra nemenda í MTR. Myndir