Hraunmoli mynd GK
Nemendur og starfsmenn skólans geta nú virt fyrir sér og þefað af Holuhrauni hinu nýja. Hér leit við hollvinur skólans Sigurður Ægisson, sem hafði verið við gosstöðvarnar og gripið með sér mola til að nemendur í jarðfræði færu ekki alveg á mis við það helsta sem er að gerast á þeirra sviði í landinu.
Nemendur og starfsmenn skólans geta nú virt fyrir sér og þefað af Holuhrauni hinu nýja. Hér leit við hollvinur skólans Sigurður
Ægisson, sem hafði verið við gosstöðvarnar og gripið með sér mola til að nemendur í jarðfræði færu ekki alveg á mis
við það helsta sem er að gerast á þeirra sviði í landinu.
Séra Sigurður Ægisson hefur áður vikið góðu að skólanum en í þetta sinn vildi hann láta okkur njóta góðs
af ferð sinni að eldstöðvunum norðan Dyngjujökuls. Hann gengur að jafnaði á guðs vegum en var að þessu sinni á ferð sem
fréttamður og ljósmyndari vefsins Siglfirðingur.is. Á myndinni má sjá nokkra starfsmenn skólans dálítið upplyfta yfir hraunmolanum
og lyktinni af honum.