Miðannarvika

Snjóflóðaýluleit mynd GK
Snjóflóðaýluleit mynd GK
Nemendur fást við ný og fjölbreytt verkefni í vikunni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Heilsuvernd og hreyfing heitir einn áfanginn þar sem markmiðið er að efla vitund um heilsusamlegt líferni, hreyfingu og holla næringu. Áfanginn er hugsaður sem góður undirbúningur fyrir nemendur sem hyggja á nám í heilbrigðis- eða íþróttafræðum.

Nemendur fást við ný og fjölbreytt verkefni í vikunni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Heilsuvernd og hreyfing heitir einn áfanginn þar sem markmiðið er að efla vitund um heilsusamlegt líferni, hreyfingu og holla næringu. Áfanginn er hugsaður sem góður undirbúningur fyrir nemendur sem hyggja á nám í heilbrigðis- eða íþróttafræðum.

Þegar hafa nemendur æft sig í að nota snjóflóðaýlur og kynnst því hvernig Gestur Hansson, eftirlistmaður með snjóalögum á Tröllaskaga sinnir því starfi. Hann grefur gryfjur í skafla til að geta metið hversu þéttur snjórinn er og hvort hann er lagskiptur. Einnig er lokið æfingu á fjallaskíðum, sem er hepplegt miðað við veðurspá síðari hluta vikunnar. Nemendur lærðu að undirbúa skíðin og setja skinn neðan í þau til að ganga á. Þau klifu upp á Hlassið hjá Kleifunum og renndu sér svo niður í giljunum og voru nemendur mjög ánægðir með þessa uppgötvun. Í áfanganum verða einnig skoðaðar samorrænar ráðleggingar um hollt mataræði og leiðir til forvarna, meðal annars til að fyrirbyggja sjúkdóma. Kennarar eru Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur MSc, Lísa Hauksdóttir, íþróttakennari, Smári Stefánsson, útivistarmaður og fyrrnefndur Gestur Hansson, snjóflóðaeftirlitsmaður Veðurstofunnar. MYNDIR