Menningarferð mynd SMH
Nemendur í myndlist og á starfsbraut gerðu sér dagamun og brugðu sér í menningarferð til Akureyrar í gær. Þar er blómlegt menningarlíf og margt að sjá. Til að fá smá nasasjón af því sem þar er í gangi var ákveðið að fara á nokkra staði þó stoppað væri stutt á hverjum þeirra.
Fjölbreyttar sýningar eru í nýjum salarkynnum Listasafns Akureyar. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi tók á móti hópnum. Fyrst var skoðuð samtímalist frá Þjóðarlistasafninu í Lettlandi. Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me!Það var áhugavert fyrir nemendur að upplifa verkin frá Lettlandi sem mörg hver fást við ákveðið uppgjör við Sovéttímann og járntjaldið. Hugtök sem eru ekki svo fjarlæg okkur í tíma en ungum nemendum þó framandi.
Hrafnhildur Arnardóttir, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum opnaði nýverið sýninguna Faðma í listfræðslurými safnsins. Sýningin vísar í ævintýraheima, með frjóu ímyndunarafli og leikgleði og höfða litrík verkin til barna á öllum aldri - ekki síst til barnsins sem býr innra með fullorðnum.
Málverk, skúlptúrar, vídeóverk, ljósmyndir, lágmyndir, textílverk, bókverk og teikningar úr eigu safnsins eru til sýnis undir titlinum Úrval. Það vakti áhuga nemenda hve margir listamenn af utanverðum Tröllaskaga eiga verk þar. Þá var skoðuð sýningin Vor með verkum þrjátíu norðlenskra listamanna. Þar á meðal tveggja kennara í MTR, Sigurðar Mar og Bergþórs Morthens.
Því næst var haldið í Rösk listrýmiþar sem Jonna tók á móti hópnum og fræddi um starfssemina þar. Mjólkurbúðin er salur myndlistarfélags Akureyrar þar sem skoðuð var sýningin Samleikur.
Eftir gott hádegishlé var haldið í Kaktus sem er bæði vinnustofa listamanna og sýningarrými. Þar mátti sjá sýninguna Orlofeftir Jónínu Björgu Helgadóttur. Karólína Baldvinsdóttir leiddi nemendur í allan sannleika um spennandi starf í Kaktus og þá miklu menningarstarfssemi sem þar er. Í lokin ræddu nemendur um upplifun sína í ferðinni og kom þar ýmislegt áhugavert fram. Myndir