Mannfræði

Hver er munurinn á töfrum og göldrum? Hvað er mana og hvert er eðli púka?

Hver er munurinn á töfrum og göldrum? Hvað er mana og hvert er eðli púka? Þessum og þvílíkum spurningum velta nemendur í mannfræði fyrir sér í vikunni. Þemað er “Trú og tákn” og fjallar um hvernig fræðimenn hafa krufið hugmyndir um hið yfirnáttúrulega og tengsl mannsins við það. Í öllum samfélögum eru einhverjar hugmyndir um yfirnáttúruleg öfl og oftast skipulagðar helgiathafnir í tengslum við stærri stundir lífsins. Trúarbrögðin geyma líka skýringar á góðum og slæmum atburðum og fjalla um tilgang lífsins og möguleika á lífi eftir dauðann.