Málverk Ástþórs

Skólann prýða ýmis listaverk en þau nýjustu í safninu eru eftir Ástþór Árnason sem brautskráðist frá skólanum síðasta vor. Verkin tvö eru í expressionískum anda og einkennast af hressilegu samspili frjálsra forma og kröftugra litasamsetninga með fígúratívum formum. Tjáningin virkar sem persónuleg sýn listamannsins á upplifun af umhverfinu.

Skólann prýða ýmis listaverk en þau nýjustu í safninu eru eftir Ástþór Árnason sem brautskráðist frá skólanum síðasta vor. Verkin tvö eru í expressionískum anda og einkennast af hressilegu samspili frjálsra forma og kröftugra litasamsetninga með fígúratívum formum. Tjáningin virkar sem persónuleg sýn listamannsins á upplifun af umhverfinu.

Sumir myndu segja að nálgunin væri póstmódernisk. Sú stefna á upptök í Þýskalandi og Ítalíu á níunda áratug síðstu aldar og einkennist af blöndu tilfinningaríkrar tjáningar í litum og formi. Oft var inntak verkanna samfélagslegar pælingar og stundum ádeila á nútímasamfélagið. Ástþór hefur tekið sér stöðu með sambærilegum og glæslilegum listamönnum í sinni kröftugu tjáningu. Ánægjulegt er að sjá að hann hefur haldið áfram að þróa sköpun sína og róið þar á ný mið eftir að hann lauk skólanum.