Hópur sjö MTR-nemenda og tveggja kennara verður í Lettlandi þessa viku og tekur þátt í Erasmus+ verkefni. Markmið þess er að þjálfa nemendur í virkri þátttöku og kenna þeim að axla ábyrgð í lýðræðisþjóðfélagi. Þátttakendur eru nemendur framhaldsskóla í Grikklandi og Tékklandi auk Lettlands og Íslands. Verkefnið er að hefjast en mun standa í tvö ár. Í fyrsta hlutanum verður fjallað um borgaralega ábyrgð, starf sjálfboðaliða og kosningar. Nemendahópurinn frá MTR ætlar að kynna starf björgunarsveitanna á Íslandi auk þess að segja frá landi og þjóð, Fjallabyggð og skólanum sínum.