Alice Liu forstöðumaður Listhúss í Fjallabyggð og Marijke Appleman, listamaður frá Rotterdam í Hollandi voru gestir í Tröllaskagaáfanga í morgun. Marjike kom til Fjallabyggðar á sunnudaginn var þannig að segja má að Listhúsið hafi þar með tekið til starfa.
Alice Liu forstöðumaður Listhúss í Fjallabyggð og Marijke Appleman, listamaður frá Rotterdam í Hollandi voru gestir í
Tröllaskagaáfanga í morgun. Marjike kom til Fjallabyggðar á sunnudaginn var þannig að segja má að Listhúsið hafi þar með
tekið til starfa. Fimm aðrir listamenn hafa bókaði sig í húsið fram í septmber. Þeir koma frá Hong Kong, Írlandi, Japan og Noregi.
Gestirnir sem von er á leggja stund á ýmsar listgreinar. Par sem von er á síðsumars áformar til dæmis að gera hér kvikmynd.
Alice Liu vonast til þess að dvöl gestanna í Lishúsinu auðgi lífið í Fjallabyggð og laði fólk að. Hún segir að list
eigi ekki bara að vera til hátíðabrigða, heldur líka hversdags, hluti af í lífinu. Alice og Marijke Appelman buðu nemendum að skipuleggja fyrir
þá listasmiðju í þemavikunni ef þeir hefðu áhuga á því.