Egill Logi Jónasson.
Ljósm. SMH.
Listamaðurinn Egill Logi Jónasson frá Akureyri heimsótti skólann á dögunum og kynnti sig og list sína fyrir nemendum í myndlist og öðrum skapandi greinum. Egill er maður ekki einhamur í listinni því hann fæst jöfnum höndum við málverk, skúlptúra og gjörningalist. Þá er hann afkastamikill tónlistarmaður og notast þá við listamannsnafnið Drengurinn Fengurinn. Hann er skipuleggur einnig tónleikaraðirnar Mysing og Textavarpið og er í námi í rafeindavirkjun í VMA. Sannarlega listamaður með mörg járn í eldinum.
Fyrr á önninni skoðaði hluti nemendanna einkasýningu Egils á Listasafninu á Akureyri og fengu að gægjast inn á vinnustofu hans í Kaktus. Það er mjög lærdómsríkt fyrir nemendur í skapandi greinum að fá að kynnast starfandi listamönnum með þessum hætti og verður vonandi framhald á kynningum sem þessum.