Listamaður mánaðarins er Bergþór Morthens

Undanfarin ár hefur listafólki af nærsvæði skólans verið boðið að sýna verk sín í sal skólans og hafa nokkrar sýningar verið settar upp hvert skólaár. Nú er fyrsta sýningin á þessari önn komin upp og að þessu sinni leituðum við ekki langt því listamaðurinn er Bergþór Morthens sem kennt hefur listgreinar við skólann allt frá stofnun hans árið 2010.

Bergþór útskrifaðist frá myndlistardeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 2004, sótti sér nokkrum árum síðar kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og lauk svo mastersnámi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg í Svíþjóð árið 2015. Bergþór hefur haldið einkasýningar á Íslandi, Svíþjóð og í Rúmeníu og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Grikklandi.

Bergþór hefur verið búsettur í Gautaborg ásamt fjölskyldu sinni síðan hann lauk mastersnámi sínu þar. Áður bjuggu þau á Siglufirði og eiga þar ennþá húsnæði. Koma þau reglulega á heimaslóðir á sumrin og Bergþór einnig í nokkrar vikur hvern vetur til að kenna við skólann. Á öðrum tímum mætir hann til vinnu frá Gautaborg í gegnum nærveru sem hann getur keyrt um skólann og sagt nemendum til í gegnum hana. Bergþór er með vinnustofur í báðum löndum þar sem hann vinnur að list sinni. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2010.

Á þessari sýningu eru verk sem Bergþór hefur unnið að undanfarna mánuði en auk þeirra má sjá eldri verk eftir listamanninn í sal skólans, verk sem eru í eigu skólans