Litagleði og hugmyndaauðgi einkenndi fjölbreytt verk nemenda í úrgangslistaráfanga í miðannarvikunni. Unnið var með ólík efni og muni sem venjulega er hent. Nemendur söfnuðu þessu saman og gáfu því nýtt líf með sköpun sinni. Kennari var Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarmaður á Siglufirði.
Litagleði og hugmyndaauðgi einkenndi fjölbreytt verk nemenda í úrgangslistaráfanga í miðannarvikunni. Unnið var
með ólík efni og muni sem venjulega er hent. Nemendur söfnuðu þessu saman og gáfu því nýtt líf með sköpun sinni. Kennari
var Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarmaður á Siglufirði.
Aðalheiður hefur löngu sannað hæfni sína við að skapa raunveruleg listræn verðmæti úr úrgangi.
Hún er athafnasamur myndlistarmaður og hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar á
sýningu á verkum nemenda í úrgangslistinni í lok miðannarviku. MYNDIR