Lilja kennaranemi í MTR

Hópmynd mynd GK
Hópmynd mynd GK

Lilja Bjarnadóttir, kennaranemi við Háskólann á Akureyri tekur sex vikur í vettvangsnámi og  æfingakennslu í MTR á vorönninni. Lilja býr á Dalvík og er að afla sér kennsluréttinda í framhaldsskóla. Hún er umhverfisverkfræðingur frá danska tækniháskólanum og vann í umhverfisdeild Landsvirkjunar áður en hún hóf kennaranámið. Lilja segist hafa valið MTR vegna spennandi og nýstárlegra kennsluaðferða og skipulags skólans sem hún hafi heyrt vel látið af. Hún situr í tímum þar sem nemendur eru mest að vinna sjálfstætt í verkefnum vikunnar og það sé mjög áhugavert. Vel hafi verið tekið á móti sér og skólinn sé heimilislegur. Hún gerir ráð fyrir að kenna stærðfræði og náttúruvísindagreinar svo sem umhverfisfræði og jafnvel efna- og eðlisfræði í framtíðinni. Leiðbeinandi Lilju er Unnur Hafstað kennari í stærðfræði og raungreinum.