Líflegar umræður á Skólafundi í gær

Skólafundur mynd GK
Skólafundur mynd GK

Á hverju skólaári er haldinn Skólafundur þar sem nemendur ræða ýmis málefni sem skipta þá og skólastarfið í heild sinni miklu máli. Eitt af því sem hefur einkennt skólastarfið í MTR síðustu ár er erlent samstarf og var því ákveðið að fundurinn í ár yrði að mestu helgaður því málefni. Nemendum var skipt upp í hópa og veltu þeir fyrir sér hvað fælist í því að vera UNESCO-skóli og Erasmus-skóli. Einnig hvaða tækifæri það byði upp á og hvort í því fælust einhverjar skyldur.

Fjarnám einkennir einnig skólastarfið í MTR, enda eru fjarnemar mikill meirihluti nemenda við skólann. Eitt og annað hefur verið reynt í gegnum tíðina til að auka tengingu og samvinnu staðnema og fjarnema og var ákveðið að biðja nemendur einnig um að velta vöngum yfir þeim málum. Voru þeir spurðir hvert viðhorf þeirra væri til þessarar samvinnu og hvernig nemendur sæju fyrir sér að hún væri.

Sköpuðust líflegar umræður í hópunum og skiluðu þeir niðurstöðum sínum til sjálfsmatsteymis skólans sem tekur þær til frekari úrvinnslu. Myndir