Endurvinnsla mynd GK
Markmið vinnunnar í áfanganum var að opna augu nemenda fyrir endurnýtingu á ýmiskonar umbúðum, fatnaði og fleiru sem til fellur á heimilum. Saumaðir voru fjölnota innkaupapokar eða töskur úr stuttermabolum. Einnig ýmisskonar veski úr umbúðum utan af sælgæti, snakki, kaffi og fleiri neysluvörum. Þá gerðu nemendur skemmtileg ævintýrahús úr plastflöskum og leir sem ljósasería verður sett í. Nemendur voru áhugasamir og margir nytsamlegir hlutir urðu til. Kjörbúðin í Ólafsfirði ætlar að hafa innkaupatöskurnar við afgreiðslukassana þar sem fólk mun geta fengið þær endurgjaldslaust og eru viðskiptavinir hvattir til að nota þær sem mest. Leiðbeinandi í áfanganum var Kristín Anna Guðmundsdóttir. Myndir