Kynning á námi í skapandi greinum

Ída Irené Oddsdóttir
Ljósm. SMH
Ída Irené Oddsdóttir
Ljósm. SMH

Ída Irené Oddsdóttir kom í skólann í gær kynnti nám í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Þetta er ný námsbraut sem menntar nemendur í hinum ört vaxandi atavinnuvegi sem skapandi greinar tilheyra.

Ída sagði frá sínum bakgrunni og hvernig hún fann sig ekki í hefðbundnu akademísku námi en uppgötvaði svo þessa námsbraut sem passaði fullkomlega hennar skapandi karakter. Hún nefndi einnig að nemendahópurinn væri mjög breiður, allt frá 19 ára aldri og upp í einstaklinga á miðjum aldri sem hafa unnið í tónlist alla ævi. Þannig skapaðist suðupottur þekkingar nemendur lærðu jafn mikið hvert af öðru og af kennurunum.

BA í skapandi greinum er þverfaglegt á sviði viðskiptafræði, stjórnunar, menningarfræði og markaðsfræði. Námið er tengt raunhæfum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að veita góðan grunn fyrir nemendur til að finna störf við hæfi eða til að bæta við sig frekara námi á meistarastigi, til dæmis í menningarstjórnun. Náminu lýkur með 14 ECTS eininga BA-ritgerð, segir á vefsíðu Háskólans á Bifröst