Ljósm. Sigurður Mar
Kennslu er nú lokið og í þessari viku eru námsmatsdagar. Þá leggja kennarar lokahönd á námsmat í áföngum sínum og gefa lokaeinkunnir. Útskriftarathöfn verður á laugardaginn kl. 11 og verður einnig í beinu streymi á Facebook síðu skólans.
Þar sem engin lokapróf eru í skólanum fer þessi þessi námsmatsvinna mikið til jafnóðum fram þar sem nemendur skila fjölmörgum verkefnum í hverri námsviku. Við leggjum áherslu á að stað- og fjarnemar fái sömu námsþjónustu og því fá allir nemendur endurgjöf vikulega í hverjum áfanga. Þar að auki fá þau umsögn; hrós eða hvatningu frá kennurum sínum á þriggja vikna fresti og ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim er reynt að grípa inní og leiðrétta kúrsinn. Allt er þetta liður í því símatskerfi sem unnið er eftir í MTR.
Hátt í 70 nemendur munu útskrifast á þessu skólaári og fjöldi brautskráðra fer yfir fimmta hundraðið eftir þessa útskriftarathöfn.