Kappakstur mynd GK
Nemendur í vélmennafræði tóku góða æfingu í vikunni. Þeir skiptu hópnum í fjögur lið sem kepptu í því að forrita kúlu þannig að hún fylgdi línum á gólfinu. Eins og myndirnar sýna lágu línurnar þannig að talsverð fyrirhöfn fylgdi því að láta kúluna fylgja þeim. Vélmennafræðin er þróunaráfangi sem styrktur er af Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nemendahópurinn er blandaður, nemendur eru úr grunnskóla, af starfsbraut og fyrsta og annars árs nemendur af öðrum brautum í MTR. Auk beinna námsmarkmiða er markmið í áfanganum er að auka kynni og samvinnu nemenda úr ólíkum áttum. Kennarar í áfanganum eru Birgitta Sigurðardóttir og Inga Eiríksdóttir. Myndir