Kafað með Gesti

Kafað
Kafað

Nemendur í útivistaráfanga annarinnar skelltu sér í sundlaugina á Siglufirði í vikunni. Ekki var tilgangurinn þó að æfa hin hefðbundnu sundtök, eða slaka á í heita pottinum, heldur að kynnast og prófa köfun í fullum skrúða. Gestur Hansson, annar kennarinn í áfanganum, er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að köfun og fór hann yfir búnað og ýmis öryggisatriði sem nauðsynlegt er að kunna skil á áður en kíkt er undir yfirborðið. Köfun er skemmtilegt sport sem nemendum fannst spennandi að kynnast af eigin raun. Myndir