Jarðfræðiferð hópmynd
Í Héðinsfirði vakti athygli nemenda hvernig Fjarðaráin hlykkjast á leið sinni í stöðuvatnið. Gil og gljúfur einkenna ung vatnsföll en með tímanum verða þau flatbotna og bugður einkenna gömul vatnsföll. Aðdráttarafl jarðar skýrir bugðurnar (hlykkina) á ánni, það togar til hægri og vatnið kastast síðan til baka og skellur á vinstribakkanum.
Í Héðinsfirði vakti athygli nemenda hvernig Fjarðaráin hlykkjast á leið sinni í stöðuvatnið. Gil og gljúfur einkenna ung vatnsföll en með tímanum verða þau flatbotna og bugður einkenna gömul vatnsföll. Aðdráttarafl jarðar skýrir bugðurnar (hlykkina) á ánni, það togar til hægri og vatnið kastast síðan til baka og skellur á vinstribakkanum.
Hengidalir og skessusæti voru meðal fyrirbæra sem nemendurnir kynntust í ferð um Tröllaskaga með Jónasi Helgasyni og Veru Sólveigu Ólafsdóttur. Afdalirnir út frá Siglufirði eru flestir hengidalir, þetta eru jökulsorfnir þverdalir með mynni nærri botni aðaldalsins.
Vestan við Strákagöng skoðaði hópurinn grjóthrun og Jónas útskýrði landsigið sem spillir veginum á þeim slóðum og veldur vegfarendum og Vegagerðinni áhyggjum. Þá var ekið upp Fljótin að Skeiðfossvirkjun sem reist var 1947 einkum til að afla rafmagns til að bræða síld á Siglufirði. Þessi framkvæmd var ekki án fórna, heilli sveit var sökkt til að mynda stórt miðlunarlón fyrir virkjunina.
Á Hofsósi skoðuðu nemendur stuðlabergið ofan við fjöruna sem þykir með eindæmum formfagurt. Margir ljósmyndarar hafa spreytt sig á að ná sem bestri mynd af því. Myndir