Ólína mynd HF
Í stjórnmálafræðiáfanga á öðru þrepi fjalla nemendur einu sinni í viku um þau mál af pólistískum og félagslegum toga sem hæst ber í fréttum. Ólína Ýr Jóakimsdóttir var með kynningu um ISIS í síðasta tíma og Ólöf Rún Ólafsdóttir um flóttamenn. Í umræðum eftir kyningarnar komu fram talsvert skiptar skoðanir um móttöku flóttamanna.
Í stjórnmálafræðiáfanga á öðru þrepi fjalla nemendur einu sinni í viku um þau mál af pólistískum og félagslegum toga sem hæst ber í fréttum. Ólína Ýr Jóakimsdóttir var með kynningu um ISIS í síðasta tíma og Ólöf Rún Ólafsdóttir um flóttamenn. Í umræðum eftir kyningarnar komu fram talsvert skiptar skoðanir um móttöku flóttamanna.
Ólöf Rún rakti efni flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt. Hann kveður á um réttindi flóttamanna. Fram komu efasemdir um að rétt væri að Íslendingar tækju við flóttamönnum. Einnig var bent á að flóttamenn væru bara eins og annað fólk að öðru leyti en því að þeir væru með líf sitt í hættu. Nemendur ræddu líka hættuna af hryðjuverkasamtökum og líkur á að ISIS-liðar létu til skarar skríða hér á landi. Það var Ólína Ýr sem gerði grein fyrir tilurð og áætlunum samtakanna.