Sjónlisdadagur mynd ÞH
Sjónlistadagurinn er samnorrænn myndlistardagur barna og ungmenna sem haldin er hátíðlegur ár hvert ellefta miðvikudag ársins. Dagurinn þjónar þeim tilgangi að sýna fjölbreytileika myndmenntarkennslu og vekja athygli á mikilvægi tjáningar barna- og ungmenna og möguleika sjónlistagreina í þeim efnum. Markmiðið er að dagurinn sé haldinn ár hvert á öllum Norðurlöndunum í skólum, söfnum og stofnunum. Öllum sem kenna eða fást við myndlist fyrir börn og ungmenni er boðið að fagna Sjónlistadeginum.
Á Íslandi er það Félag íslenskra myndlistarkennara sem heldur utan um framkvæmd verkefnisins og sífellt fleiri skólar hafa bæst í hópinn á síðustu árum. Þema dagsins þetta árið var fjaðrir og þau hughrif sem þær geta vakið. Í MTR voru útprentaðar fjaðrir litaðar og skreyttar með ýmsum hætti, jafnt af nemendum sem kennurum. Fjaðrirnar voru síðan settar saman í krans og mynda nú veggverk í skólanum. Myndir