Hundrað þúsund hrísgrjón

Hungur er þema vikunnar í ensku 2B. Nemendur velta fyrir sér hvernig stendur á því að nær einn milljarður manna býr við langvinnan matarskort og hvað hægt er að gera í því. Ein leið til að hjálpa er að þjálfa enskan orðaforða og málfræði á freerice.com vefsíðunni.

Hungur er þema vikunnar í ensku 2B. Nemendur velta fyrir sér hvernig stendur á því að nær einn milljarður manna býr við langvinnan matarskort og hvað hægt er að gera í því. Ein leið til að hjálpa er að þjálfa enskan orðaforða og málfræði á freerice.com vefsíðunni. Það er Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sem heldur síðunni úti. Við hvert rétt svar gefa stuðningsaðilar síðunnar tíu hrísgrjón og því sem þannig safnaðst dreifir Matvælaaðstoðin til hungraðra. Á fyrsta sólarhringnum sem nemendur í 2B æfðu sig í ensku á freerice.com söfnuðu þeir yfir eitt hundrað þúsund hrísgrjónum handa hungruðum. Þess má geta að hver sem er getur farið á síðuna, lært sitt lítið af hverju í ýmsum fögum og hjálpað til við að safna mat handa þurfandi.