Í þessum miðannaráfanga er lögð áhersla á að efla og þjálfa hugmyndavinnu með því að beina augum nemenda að sjálfu vinnuferlinu. Það eru engin takmörk og alls staðar tækifæri en fólk þarf að finna til öryggis til að sýna frumkvæði og sjálfstæði í öflun gagna. Nemendur eru hvattir til að velja óhefðbundnar leiðir í útfærslu verkefna, til dæmis með því að endurnýta hönnun á fatnaði út frá hugmyndaspjaldi.
Í þessum miðannaráfanga er lögð áhersla á að efla og þjálfa hugmyndavinnu með því
að beina augum nemenda að sjálfu vinnuferlinu. Það eru engin takmörk og alls staðar tækifæri en fólk þarf að finna til öryggis til
að sýna frumkvæði og sjálfstæði í öflun gagna. Nemendur eru hvattir til að velja óhefðbundnar leiðir í
útfærslu verkefna, til dæmis með því að endurnýta hönnun á fatnaði út frá hugmyndaspjaldi.
Sjálfbærni er miðlæg í þessu ferli og áhersla á að nemendur hafi augun opin fyrir nýtni og
góðri meðferð efna og auðlinda. Þau vinna skyssur í hugmyndabækur og nota svo gínur til að útfæra skyssurnar betur og ná
þannig þrívídinni. Sérstakur þrívíddarprentari sem skólinn hefur nýlega eignast er nýttur til að koma hugmyndunum
á enn eitt stig. Kennari er Halldóra Gestsdóttir, fatahönnnuður. MYNDIR