Dana Rún mynd GK
Hópur nemenda einbeitti sér að leiðum til að efla heilsusamlegt líferni og vellíðan í miðannarvikunni. Þetta snertir líkamlega þætti en einnig andlega og félagslega. Námskeiðinu var skipt í fyrirlestra og verklegar æfingar undir stjórn Árnýjar Helgadóttur hjúkrunarfræðings en meðal leiðbeinenda voru jógakennari, nuddari, snyrtifræðingur og sérfræðingur í naglasnyrtingu.
Hópur nemenda einbeitti sér að leiðum til að efla heilsusamlegt líferni og vellíðan í miðannarvikunni.
Þetta snertir líkamlega þætti en einnig andlega og félagslega. Námskeiðinu var skipt í fyrirlestra og verklegar æfingar undir stjórn
Árnýjar Helgadóttur hjúkrunarfræðings en meðal leiðbeinenda voru jógakennari, nuddari, snyrtifræðingur og sérfræðingur
í naglasnyrtingu.
Rakel Rut Heimisdóttir, ein þeirra sem tók áfangann, segir að verklegar æfingar í nuddi og kennsla í umhirðu
húðar hafi verið sérlega gagnlegt og athyglisvert og einnig fyrirlestrar um hollt mataræði og helstu næringarefni. Nemendur æfðu sig að nudda,
meðal annars axlir og fætur undir leiðsögn Ásgerðar Einarsdóttur.