Haustsýning á laugardag

Undirbúningur fyrir sýningu á verkum nemenda á haustönn er á lokastigi. Verið er að leggja síðustu hönd á sum listaverkin og önnur bíða eftir því að verða hengd upp. Auk myndverka sýna starfsbrautarnemendur blað sitt sem út kom í morgun og nemendur í upplýsinga- og tæknimennt og ensku sýna myndbönd, meðal annars um heimabæina okkar Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.

Undirbúningur fyrir sýningu á verkum nemenda á haustönn er á lokastigi. Verið er að leggja síðustu hönd á sum listaverkin og önnur bíða eftir því að verða hengd upp. Auk myndverka sýna starfsbrautarnemendur blað sitt sem út kom í morgun og nemendur í upplýsinga- og tæknimennt og ensku sýna myndbönd, meðal annars um heimabæina okkar Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð. Sýningin endurspeglar einkunnarorð skólans: Frumkvæði – Sköpun – Áræði
Hún
verður opin laugardaginn 8. desember kl. 13:00-16:00.

Sýningin stendur til 20. desember og eru gestir velkomnir á þeim tíma sem skólinn er opinn.