Saddir og sælir eftir pizzaveisluna.
Ljósm. SMH.
Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar kom í heimsókn í skólann í dag. Þessi hópur mun á næstunni sækja um skólavist í framhaldsskóla og því gott að kynna sér hvað skólinn í heimabyggð hefur uppá að bjóða.
Reyndar hafa nokkuð mörg úr 10. bekk verið í áföngum í MTR í vetur. Þau hafa m.a. tekið inngangsáfanga í listum og félagsvísindum sem val í 10. bekk og sömuleiðis áfanga í knattspyrnu.
Heimsóknin byrjaði í morgun á að nokkrir kennarar kynntu sig og námsgreinar sínar og síðan var hópnum skipt í fernt og og fóru á milli stöðva. Í Listastofunni unnu þau sameiginlegt málverk og í FabLabbinu bjuggu þau til lyklakippur með ýmsum slagorðum. Nemendafélagið tók á móti þeim í einni stofu með Kahoot keppni og rafíþróttakappar MTR sýndu þeim glæsilega aðstöðu sína. Heimsókninni lauk svo með pizzaveislu í Hrafnavogum.
Í gær komu svo 9. bekkingar úr Fjallabyggð í heimsókn til að kynna sér hvaða áfangar bjóðast þeim í 10. bekkjarvali næsta vetur svo það hefur verið gestkvæmt í vikunni. Við í MTR hlökkum til að sjá sem flest þessara glæsilegu ungmenna í skólanum í haust.