Sextán nemendur völdu að kynna sér grundvallaratriðin í sjónrænni og grafískri hönnun í miðannarvikunni. Hver og einn bjó til sína heimasíðu og færði inn á hana margskonar verkefni sem voru unnin í vikunni. Meðal annars voru það veggspjöld, lógó, munstur og grafískt efni af ýmsu tagi. Fjallað var um ferlið frá hugmynd til afurðar, um auglýsingahönnun, litasamsetningar, leturgerðir og ýmsar leiðir til að fá innblástur til hönnunar. Inn á milli voru leikir og hópefli til að hrista upp í hópnum. Á fimmtudag fóru þátttakendur í heimsókn í Myndlistarskólann á Akureyri þar sem grafísk hönnun og myndlist er kennd. Mikil ánægja var með áfangann, sem Lilja Hauksdóttir skipulagði og kenndi. Myndir