Góðar hugmyndir

Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru að útfæra hugmyndir sínar að aukinni afþreyingu á svæðinu. Samtals eru 25 í áfanganum og vinna þeir í 8 hópum að þessu verkefni. Hver hópur kynnti sína hugmynd og hugsanlega útfærslu hennar fyrir stóra hópnum í morgun. Á myndinni eru Salóme, Jóhanna, Sigurður, Hafey og Kolbrún sem eru að útfæra hugmynd að landsmóti í strandblaki á Siglufirði.

Nemendur í Tröllaskagaáfanga eru að útfæra hugmyndir sínar að aukinni afþreyingu á svæðinu. Samtals eru 25 í áfanganum og vinna þeir í 8 hópum að þessu verkefni. Hver hópur kynnti sína hugmynd og hugsanlega útfærslu hennar fyrir stóra hópnum í morgun. Á myndinni eru Salóme, sem eru að útfæra hugmynd að landsmóti í strandblaki á Siglufirði. Tilgangurinn með kynningunni í morgun var að æfa nemendur í að segja frá verkefnum sínum en einnig og ekki síður að þjálfa þá í að veita og þiggja ábendingar og athugasemdir. Meðal hugmyndanna eru reiðskóli á Siglufirði, sumargarður barna í Ólafsfirði og skemmtigarður innanhúss á Siglufirði þar sem meðal annars yrði boðið upp á lazertag og gokart. Ein hugmynd hefur vinnuheitið Senarío og gengur út á að bjóða fjölbreytta upplifun utanhúss þar sem bæði kæmu við sögu uppvakningar og málaliði. Einnig var gerð grein fyrir rekstri pylsuvagns í tengslum við hátíðir og uppákomur í Fjallabyggð yfir sumarið og skipulagi námsáfanga í textíl sem hugsaður er til að auka fjölbreytni listnáms við skólann. Verkefnin eru öll unnin í google.docs þannig að nemendur hvers hóps geta unnið í verkefninu sínu hvenær sem er og kennarinn getur ávallt fylgst með því sem gert er.