Axel Ingi Árnason og Bjarni Snæbjörnsson í MTR í gær. Ljósm. GK.
Segja má að við í skólanum höfum fengið heimsendingu frá Þjóðleikhúsinu í gær því öllum var boðið á leiksýninguna Góðan daginn faggi. Þetta er söngleikur sem byggir á ævi höfundar og leikarans Bjarna Snæbjörnssonar.
Þetta er sjálfsævisögulegur söngleikur sem spannar allan tilfinningaskalann. Það var mikið hlegið og klappað í byrjun enda fór Bjarni á kostum en síðan varð sýningin mjög harmræn og nándin í litlum sal gerði hana enn áhrifameiri. Bjarni byggir sýninguna á dagbókum og bréfum sem hann skrifaði um árabil og þegar hann les glefsur úr þeim gefur hann áhorfendum innsýn í leið sína út úr skápnum og uppgjöri við eigin fordóma og sjálfshatur. Þetta er því afar berskjaldandi sýning og gríðarlega áhrifamikil
Á vef Þjóðleikhússinns segir um sýninguna: Höfundarnir verksins eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78. Verkið tekst á við fyrirbæri eins og skömm og innhverfa fordóma með húmor og einlægni að vopni. Boðskapur sýningarinnar er sérstaklega aðkallandi nú, í ljósi þess bakslags sem hefur orðið hvað varðar hinseginfordóma, skaðlega orðræðu, ofbeldi og einelti gagnvart hinsegin fólki. Þörfin á fræðslu og opnu, einlægu samtali um þessi mál er brýn, enda skerða hinsegin fordómar frelsi og lífsgæði fólks.
Myndir frá sýningunni hér.