Sjávarútvegsfyrirtækið Ramminn í Fjallabyggð hefur gefið Menntaskólanum á Tröllaskaga fimm hunduð þúsund krónur til að efla starf skólans. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans afhenti gjöfina í skólanum í morgun.
Sjávarútvegsfyrirtækið Ramminn í Fjallabyggð hefur gefið Menntaskólanum á Tröllaskaga fimm hunduð
þúsund krónur til að efla starf skólans. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans afhenti gjöfina í skólanum í morgun.
Lára Stefánsdóttir, skólameistari sagði þegar hún veitti gjöfinni viðtöku að stuðningur Rammans og sá velvilji sem
stjórnendur fyrirtækisins hafa sýnt frá upphafi skipti skólann miklu máli. Skóli sem njóti öflugs stuðnings í heimabyggð
hafi fleiri tækifæri til að vaxa og dafna. Fyrir starfsmenn sé ómetanlegt að finna stuðning samfélagsins, þeir eflist í starfi,
ánægja aukist og allt skili þetta sér til nemenda. Fyrir nemendur sé einnig mikilvægt að finna að það sé áhugi og metnaður
fyrir því að skóla þeirra gangi vel.
Ólafur Marteinsson segir að stjórnendur Rammans hafi úr fjarlægt fylgst með því af ánægju hve vel
Menntaskólinn hafi dafnað. Auk þess að efla mannlíf og samfélag í Fjallabyggð almennt, auðveldi það fyrirtækinu að fá
fólk til starfa að framhaldsskóli sé í byggðarlaginu. Áður hafi fólk sett fyrir sig einangrun og framhaldsskólaleysi en bæði
málin séu nú farsællega leyst. Þar að auki verði samfélagið auðugra ef fólk á aldrinum sextán ára til
tvítugs geti verið heima í stað þess að fara burt í skóla.
Menntaskólinn á Tröllaskaga tók til starfa haustið 2010. Þetta er fjölbrautaskóli með fimm námsbrautum,
listabraut, íþrótta- og útivistarbraut, félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut og starfsbraut. Kennt er eftir nýrri
námsskrá og gert ráð fyrir að nemendur sem hefja nám við skólann ljúki því á þremur til fjórum árum.
Nemendur eru um eitt hundrað, flestir frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Starfsmenn eru fimmtán.