Glæsileg árshátíð

Lára, Erla, Sólrún, Tania og Ólöf
Lára, Erla, Sólrún, Tania og Ólöf
Prúðbúnir nemendur fylltu Tjarnarborg á föstudagskvöldið og nutu veitinga, skemmtiatriða og samvista. Nemendur höfðu skreytt salinn fagurlega þannig að hátíðlegur bragur var yfir samkomunni. Veislustjórar voru Auðunn Blöndal og Steindi Jr. en skemmtiatriði voru að öðru leyti heimafengin. Maturinn var frá Bautanum og þótti góður.

Prúðbúnir nemendur fylltu Tjarnarborg á föstudagskvöldið og nutu veitinga, skemmtiatriða og samvista. Nemendur höfðu skreytt salinn fagurlega þannig að hátíðlegur bragur var yfir samkomunni. Veislustjórar voru Auðunn Blöndal og Steindi Jr. en skemmtiatriði voru að öðru leyti heimafengin. Maturinn var frá Bautanum og þótti góður.

Byrjunaratriði var söngur fjótán manna kórs undir stjórn Guito og Lísebetar. Kórinn söng lagið Don´t stop believing. Lísebet og Guito tóku síðar syrpu laga með Coldplay á meðan gestir nutu eftirréttarins. Töframennirnir Grétar Áki, Hákon Leó og Jakob Auðun sýndu listir sínar og að lokum leiddi Þórarinn Hannesson (Tóti) fjöldasöng í langinu Að ferðalokum (Ég er kominn heim). Nemendur voru almennt mjög ánægðir með árshátíðina og telja jafnvel að hún hafi verið sú besta hjá nemendafélaginu frá upphafi. Myndir