Gamithra keppir í forritun

Mynd Háskólinn í Reykjavík www.ru.is/haskolinn
Mynd Háskólinn í Reykjavík www.ru.is/haskolinn

Gamithra Marga, fjarnemi við MTR, náði þriðja sæti í Forritunarkeppi framhaldsskólanna um síðustu helgi. Þetta er liðakeppni og var hún í liðinu Sætar Kartöflur með Friðriki Njálssyni og Sigurði Orra Hjaltasyni frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Tækniskólanum. Forritunarkeppninni er skipt í tvær deildir eftir erfiðleikastigi. Gamithra og félagar hennar voru í Beta deildinni sem er sú erfiðari og ætluð nemendum sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. Það er Háskólinn í Reykjavík sem heldur Forritunarkeppni framhaldsskólanna.

Gamithra Marga er frá Eistlandi. Hún flutti til Íslands í árslok 2016. Áður hafði hún lært talsvert í íslensku á netinu og hefur nú náð prýðilegum tökum á málinu. Fjölskylda Gamithru býr í Tallin höfuðborg Eistlands en áður stundaði hún nám í háskólaborginni Tartu.