Glitský yfir Eyjafirði mynd GK
Í byrjun árs sendum við öllum nær og fjær óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár og þökkum fyrir samstarf og samveru á liðnum árum. Í dag, 6. janúar, er fyrsti kennsludagur vorannar jafnt hjá staðnemum sem fjarnemum. Það er alltaf gaman þegar líf færist í skólann og kennslukerfi hans á ný eftir gott og verðskuldað frí. Líkt og áður hefur komið fram er skólinn yfirfullur; skráðir nemendur 572 talsins og ekki hægt að taka við fleirum þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Í Innu sjá nemendur þá áfanga sem þeir eru skráðir í á nýrri önn og allir nemendur eiga að hafa fengið upplýsingar frá kennurum í tölvupósti hvernig þeir skrá sig í áfanga sína í kennslukerfinu Moodle. Fjarnemar geta haft samband við Birgittu umsjónarkennara sinn, birgitta@mtr.is, ef eitthvað er óljóst.
Nú er ekki eftir neinu að bíða heldur bretta upp ermar og hefjast handa. Fyrstu skil verkefna eru sunnudaginn 12. janúar. Hlökkum til að starfa með ykkur það sem eftir lifir vetrar.